25.3.06

Laugardaxmorgunn

Freigátan rak okkur á lappir með harðri hendi, fyrir 10. Og fór svo sjálf aftur að sofa. Ég fékk hins vegar hugstrump og mundi allt í einu hvar allir skattframtalspappírarnir mínir voru niðurkomnir. Og er næstum alveg búin að kláraða! Jeij! Og klukkan er hálfellefu á laugardagsmorgni. Spurning hvað í veröldinni maður á að gera næst. Freigátan sofandi og Smábátur hjá afa sínum og ömmu. Og ég á ekki einu sinni þvott til að ganga frá. Hmmm...

Annars er loftið á heimilinu spennuþrungið og lævi blandið. Liverpool-Everton hefst 12.45.

2 ummæli:

Þórður sagði...

Hvernig skildi standa á því að hvergi er minnst hér á úrslitin í umræddum leik hmmm....

Kveðja úr Norðurbyggð

Sigga Lára sagði...

Hihi. Ég vil nú meina að það hafi farið 2-2... Everton skoraði allavega tvisvar. (Bara einu sinni pínulítið í vitlaust mark.)