20.3.06

Sáttur með?

Leiðréttið mig ef ég er að rugla, en er maður ekki "sáttur við" og "ánægður með"?
Hvenær fóru allir að vera "sáttir með"?
Eigum við kannski líka að fara að vera "ánægð við"?

5 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Trúlega sama dag og allt fór að fara vaxandi og hætti um leið að aukast. Og þann sama dag fóru einnig hlutir að gera góða hluti.

Nafnlaus sagði...

mér finnst sumt svona fyndið sko..

"spila gott mót.." er td óskiljanlegt en ég vil reyna að innleiða tiltækið: "Þetta er allt annar munur.." þegar eitthvað breytist til batnaðar..

Nafnlaus sagði...

Gæti verið af sömu ástæðum og SUMT fólk spáir í "þessu og hinu" en ekki "þetta og hitt". Og "fer erlendis" í stað þess að "fara til útlanda" og "vera síðan erlendis". Erlendis er hins vegar gott orð til að lýsa ákveðnum hlutum. Það er skemmtilegt.

Nafnlaus sagði...

Við hverju er hægt að búast þegar sjónvarpsmenn fara rangt með sama tiltæki á hverju einasta kvöldi? sbr. "hér og hvar" -Sigurður "stormur", veðurfréttamaður.

Endilega fylgist með þessu hjá manninum og fáið grænar.

Nafnlaus sagði...

Missi alltaf af veðurfregnum. Hvernig notar hann "hér og hvar" vitlaust? Ertu að meina að hann eigi að segja "hér og þar"?

Það er allavega ekki rangt að segja "hér og hvar". Gamalt og gróið orðatiltæki. Og greinilega vinsælt í veðurmáli sbr.:

http://www.bb.is/?PageID=141&NewsID=66474

... og gróðurlýsingum sbr. setninguna: "Uppblásturflög og börð eru hér og hvar í fjallahlíðunum."
http://www.akureyri.is/stadardagskra/nr/447