30.6.06

Þannig var það...

Maðurinn í bókinni giftist aftur, systur þeirrar dauðu, sem hann átti son með. Er að verða búin með fyrsta bindi af "Tengdadótturinni" og er enn engu nær um við hvaða tengdadóttur er átt. Nema þá helst að það sé kannski sú sem sonurinn á eftir að ná í, en í augnablikinu er hann skotinn í fátækri (en voða fallegri) kotungsdóttur, en faðir hans vill að hann giftist einhverri fantaríkri sem er mikklu eldri, og hreint ekki eins sæt. Þeir eru þó sammála um að hann ætti hreint ekki að giftast freku stelpunni frá Fellsenda, þar sem hún er svo kjaftfor og kemur frá montnu og skuldugu heimili. Ætli hún verði þá ekki bara tengdadóttirin? Læt vita.

Og Ítalir og Þýskarar komnir í undanúrslit. Rannsóknarskipið spáir því að hinn leikurinn verði England-Frakkland. Það finnst mér alveg hroðalega boríng. En ef það verður Brasilía-Protúgal verður þetta næstum tómur latínó leikaraskapur og grenj... Held mig langi mest í Portúgal-Frakkland... Annars eru allir sem ég hélt með að dottnir út þannig að mér er alveg að verða skítsama.

Og ég er búin að vera að huxa mikið til hennar Rannveigar minnar Þórhalls, þeir sem þekkja hana, og hafa ekki heyrt, þá eignaðist hún oggulitla stúlku þann 9. júní, í flugvél, þremur mánuðum fyrir tímann. Sú litla stendur sig eins og hetja en er á vökudeild og verður lennnngi. Hún var um eitt kíló þegar hún fæddist. Þær hefðu nú alveg mátt fá nokkrar vikur af minni meðgöngu... Þessu er misskipt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Datt ofaní Dalalíf Guðrúnar frá Lundi um daginn, þegar ég var í heimsókn hjá tengdó á Akureyri. Dásamlegar bókmenntir, verð ég að segja!!
Bestar eru þó lýsingar á fólki, -ýtarlegar mjög, sem kemur svo ekki frekar við sögu!! Þetta er eins og í íslendingasögunum.
Vona að vinkonunni gangi vel með oggupoggukrílið.

Nafnlaus sagði...

Þú átt eftir að sjá afhverju hún heitir tengdadóttirin þegar þú heldur áfram lestrinum. Er hryllilega svag fyrir bókum Guðrúnar sérstaklega þó Dalalífi og Tengdadótturinni og einu enn þriggja binda verki eftir hana sem að við köllum Jónönnubækurnar en ein þeirra heitir allavega "Sólmánaðardagar í Sellandi",
Bestu kveðjur
Sesselja