Þá er Smábátur sigldur norður í land og fer þaðan með föðurfólkinu sínu í skreppiferð til Baunaríkis á fimmtudaginn. Ég var einhvernvegin búin að setja í hausinn á mér að þegar það gerðist, þá yrði stutt í að sumarið kláraðist. Og það er það alveg að fara að gera. Gúlp. Og ég ekki næstum nærri búin með leikritið sem ég á að vera að skrifa. (Hins vegar búin að kynnast aukaefninu úr Fast & the Furious 3 betur en ég kærði mig um. En, er búin að læra orðið "forþjappa" á því...)
Freigátan sat í fyrsta skipti sjálf í dag. Og alveg heilan helling. Enda var hún svo þreytt að hún sofnaði ofan í kvöldmatinn. Og ég er að verða steinhætt að blogga um nokkuð annað en börnin.
Paþþettikk.
17.7.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Haha! F&F3! Þú hlýtur að vera eina manneskjan á jörðinni sem hefur lært nokkurn skapaðan hlut af þessum ófögnuði
Já! Forþjappa! Var síðan á fá verkefnið að þýða kommenteríið á myndarófétinu! Ujjjj...
Paþetikk???
Mér finnst það bara gott mál. Það eru engin meðmæli með foreldri ungbarns að lifa litríku félagslífi og afreka heil ósköp í karríerklifrinu.
Ég hefði gaman af því í dag að eiga svona merkilega áfanga í þroskaferli strákanna minna (eins og það að sitja sjálfur) skjalfesta.
Já, ég er reyndar einmitt búin að sjá það að það er nauðsynlegt að skrifa sollis niður. Það man t.d. enginn hvenær ég fór að gera neitt, eða einu sinni hver skírði mig. En ég er nú líka með bók til að skrifa sollis í, þannig að ég þarf svosem ekkert að vera að pína lesendur mína með því. ;-)
Ég held ekki að lesendum leiðist neitt að fá fréttir af börnunum. Mér finnst þessi vefbók allavega alveg jafn skemmtileg og áður en þú gerðist kjarnafjölskylda. Sérstaklega þegar koma myndir líka.
Skrifa ummæli