15.7.06

Líbanon

hefur ekki verið í fréttum síðan síðast var verið að drepa fólk þar og var búin að gleyma að það væri til. Ætli það gerist ekkert í kringum Beirút nema þegar svoleiðs gengur á? Nú er ég orðin illa forvitin um þetta land og ætla að fara þangað næst þegar ekki verður stríð. Nema, þá verð ég sennilega búin að gleyma tilvist þess aftur... sennilega ætti maður að skrifa þetta einhversstaðar.

Annars, gargandi blíða og Bára syss og Sigurvin bró og frú eru komin austur og við erum öll að fara að vera á ættarmóti úti í sveit í allan dag. Þannig að, Nanna og co, sjáumst vonandi á morgun. (Þetta er náttlega til skammar. Hitti hana Úlfhildi Stefaníu næstum á hverjum degi meðan verið var að baka hana, en nú hef ég ekki séð barnið síðan hún var vikugömul. Fyrir tveimur mánuðum síðan eða svo. Sussu.)

Allavega, best að fara að dæla í sig ofnæmislyfjum og allskyns.

Engin ummæli: