27.8.06

Af hárlitun og fleiru...

Lét mér detta sú fásinna í hug að lita á mér hárið á meðan Rannsóknarskip var í golfi. Freigátan var sofandi þegar ég byrjaði, en ekki lengi. Og fékk þessutan sitt fyrsta mömmuskjóðukast þannig að Smábátur gat ekki bjargaðmálum þó hann gerði sitt besta. Þess vegna varð haddur vor ekki páskaungagulur, heldur páksaungagul-flekkóttur. Sem er reyndar bara meira fönkí. Næst ætla ég að fá mér fjólubláan lit ofan á og gá hvað gerist. Spennandi tímar.

Annars er það helst í fréttum að við Smábátur fórum í gær á Pærets off ðe karabían númer tvö. Við vorum sammála um að hin hefði verið skeríari, en þessi væri slímugri. Við komumst líka að því að það liggur ofboðslega beint við að hjóla í Háskólabíó.

Dagurinn í dag er ekki byrjaður, við erum bara að hafa það notalegt fyrir framan barnatímann. Rannsóknarskip er í einhverju ofur-þýðingarverkefni þessa dagana svo ætlunin er að gefa honum vinnufrið í dag. Og hryggurinn sem var í frystinum reyndist vera HJÚDS þannig að hann verður geymdur þangað til við nennum að hafa matarboð. Í sunnudaxhádeginu ætla ég þess í stað að elda kjúklingaævintýru með tortellini. Mun verða einstök uppfinning. Get samt ekki sett uppskriftir á bloggið mitt, eins og Ylfa, af því að ég man aldrei stundinni lengur hvernig ég elda neitt. Ég er nefnilega haldin tilraunaeldhús-heilkenni.

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Ég var einmitt að horfa á fína hárið þitt en fattaði bara ekki að segja neitt. Mér fannst þetta alla vega hinn fínasti litur og tók ekkert eftir að hann væri neitt flekkóttur :-)