Þá eru vetrardaxkrár leikhúsanna farnar að liggja fyrir. Mig langar alveg að sjá ýmislegt af þeim. Ef ég get. Verð allavega örugglega duglegri en í fyrra. Var einmitt að sjá vetrardaxkrá Þjóðleikhússins og þar langar mig m.a. að sjá Sitji guðs englar (bækur Guðrúnar Helga í leikgerð Illuga Jökuls, getur ekki klikkað) Leg (söngleikur eftir Hugleik Dagsson) og japönsku gestasýningarnar (m.a. vegna þess að hið herfileiðinlega stykki Brúðuheimili hljómar mun skátta í Noh stíl.)
Annars átti Rannsóknarskip Orton góðan og dramatískan einlínung, upp úr eins manns hljóði, fyrir nokkru þegar hann var að horfa á auglýsingu frá hjálparsíma Rauða krossins í sjónvarpinu:
Mikil mildi er það nú fyrir íslensku þjóðina að Linda Pétursdóttir skuli ekki hafa ákveðið að leggja fyrir sig leiklist.
28.8.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hvernig væri að fara að fá myndir af 7 mánaða dömunni. Er þetta kannski komið á sérlink. Kýki í heimsókn við tækifæri
Þær koma seinna í dag. Og sértu velkomin í heimsókn, enítæm.
Skrifa ummæli