8.8.06

Afrek daxins:

Hjólaði í vinnuna! Rétt komst á áfangastað, másandi og blásandi. Man þegar þetta var nú auðveldasti og þægilegasti ferðamáti í heimi. Er hreint ekki í jafngóðu formi og ég var þegar ég var 10 ára. Verður vonandi auðveldara að fara heim, niðrímót. Sé að þetta er samt fínasta leið til að koma mér í form, huxa að ég fjárfesti í hjólhesti. Ekki hjólhesti systur minnar, samt, þar sem hann býr ekki yfir keðjuhlíf og ég hef ekki hug á að hjóla gegnum miðbæinn tvisvar á dag með buxurnar ofan í sokkunum. (Mér er sama þó það sé endurkomið í tísku.) Svo er líka hnakkurinn á fáknum þannig gerður að hann fer hálfa leið upp í skeifugörn þegar maður sest á hann, en rasskinnarnar lafa sitthvorumegin útaf, hálfa leið niður í götu. Ekki sexí. Held við Ásta könnum heldur 2 fyrir 1 tilboð á alminilegum kjellingahjólum í Hagkaup. Með fótbremsu og rassbreiðum hnakk.

Er búin að reyna að átta mig í vinnunni. Morguninn er nú eiginlega búinn að fara í tölvumál. (Tölvugaldrarinn okkar náttlega í Færeyjum.) Er orðin næstum ófær á Makka og er búin að gera stanslausar vítleysur. T.d. slekkur maður alltaf á forritinu sem maður er í, á afkvæmum Apple, þegar maður reynir að gera attmerki eins og það er gert á PC. Þetta held ég að annarhvor framleiðandinn hafi gert af tómum skepnuskap. Bastarðar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jiiiiii hvað það er gaman að lesa svona "lún" texta - og hvað það er gott að hlæja.
Mörsíbókú.

Sigga Lára sagði...

Já, það hressir, bandalaxkaffið.