6.8.06

Bannað?

Heyrði einhverja páverfrauku í fréttunum segja að það væri BANNAÐ að mótmæla. Erum við nú orðin fasistaríkið Ísland? Ég hélt það stæði nú einmitt alveg einstaklega greinilega í stjórnarskránni að það væri gífurlega leyfilegt. Allavega hélt ég að mótmælendur mættu alveg tjalda hvar sem þeim sýndist á hálendinu, svo framarlega sem þeir færu sér ekki á voða. Nú finnst mér löggan vera aðeins komin yfir strikið.

Annars, hér lítur ekki út fyrir að hér hafi nokkurn tíma verið etið eða drukkið. En það var sko heldur betur gert í gær. Sýnishorn af systkinahópum okkar Rannsóknarskips komu saman, átu, drukku og voru glöð. Almenn þynnka ríkir á heimilinu í dag og ég nenni ómögulega að prufukeyra hjólhest systur minnar fyrr en á morgun.

Á téðan morgun er líka von á Smábát heim í heiðardalinn og þá fer nú allt að færast í eðlilegt horf fyrir veturinn. Og á þriðjudaginn verð ég alein í vinnuni. Spænende.

Engin ummæli: