19.8.06

Hefðir og Hamingjur!

Það bara hrynja úr þeim drengirnir. Svandís og Jónatan, til hamingju með Þór Sebastían Jónatansson Wilkins. (Þetta hljómar nú eins og hann sé konungborinn.)

Og það hefur myndast hefð á þessu heimili. Á menningarnótt er veikt barn á heimilinu. Í fyrra var Smábáturinn með hita og ég með grindargliðnun. Við lágum þess vegna bara í sitthvorum sófanum og leyfðum Rannsóknarskipi að menningarnótta. Nú er Freigátan reyndar að jafna sig, en hún er nú samt enn með nokkrar kommur svo ég huxa að draumsýnir mínar um að stunda menningarlegt uppeldi hennar á listasöfnum miðbæjarins í dag verði að engu. Ætla nú samt að senda Rannsóknarskip og Smábát út af örkinni eftir upphafsleik ensku deildarinnar. Mér finnst nú samt líklegast að þeir planti sér bara fyrir framan svið með popptónlist eða annarri lágmenningu. ;-)

Sjálf fæ ég kannski að kíkja út í kvöld! Fæ mér kannski meiraðsegja bjór ef ég finn einhversstaðar einhverja skemmtilega tónlist og fólk. Mæla menn með einhverju? Vill einhver kannski koma með? Þekki ég einhvern sem ekki er nýborinn?

1 ummæli:

Ásta sagði...

Já. En þeim fer ört fækkandi.