er mikil dúlla. En nú held ég að hann ætti að fara að koma heim. Ekki þarfyrir að það er örugglega fínt að vera í hljónst með Jasoni og Gilbí, en heldur vildi ég nú éta táfýlusokkana mína á hverju kvöldi en að þurfa að umgangast Tommy Lee að staðaldri. En, sem betur fer huxa ég að keppnin standi nú aðallega á milli Lúkasar og Dilönu, og ef það klikkar að hlýtur Magni nú að hafa vit á að vera ekkert að vanda sig neitt geðveikt í úrslitaþættinum.
Annars sperrtust nú soldið á mér eyrun þegar hann sagði að Creep og Smells like teen spirit væru "anþem" eða einkennissöngvar sinnar kynslóðar. Ég hélt nebblega að þetta væru einkennislög minnar kynslóðar. Ég var allavega í menntaskóla í grönginu miðju, með tilheyrandi sjálfsmorðum og exitensíal angst. Getur verið að við Magni litli séum af sömu kynslóð? Þá getur mar nú montað sig... En ég hélt að hann væri af kynslóð litlabróður. Er það kannski sama kynslóðin, mjúsikk-væs?
Það er annars ekkert mikið að gerast. Freigátan heldur áfram að reyna að standa upp og læra að tala. Og það er höfundafundur hjá mér í kvöld.
5.9.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
hann er amk af kynslóð, hef aldrei skilið þetta kynslóðatal... hvenær endar ein og næsta byrjar?? en já hann ætti bara að hösla(?) húsbandið og túra með þeim um ammríku. Þeir myndu slá í gegn, viss um það! knús ljósið mitt og kysstu Gyðu yndisbarn frá mér.
Mér finnst kynslóðir skiptast eftir tónlist sem inn var í hverjum ungdómi fyrir sig. Svo er uððitað hægt að vera sitthvorumegin í kynslóðinni. Eins og á prígröndg árunum þegar ég aðhylltist Metallicu, Iron Maiden og AC/DC og fyrirleit þá innilega sem hneygðust til léttari tónlistar.
Ég hef lúmskan grun um að kynslóðir vilji skiptast eftir áratugum. Þannig lenda allir þeir sem eru fæddir á áttunda áratugnum saman í kynslóð hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ég, þú og Magni. Það hefur eitthvað sjálfsímyndina að gera - mér finnst a.m.k. miklu meiri munur á milli 69 módels og 72 eða 78 og 81 heldur en t.d. 74 og 77.
Hmm. Intrestín þirí...
já, ég held einmitt að kynslóðir skiptist á ca. 10 árum svo við erum öll saman í hóp....það á til dæmis að heita að enn sé y-kynlslóð á eftir okkar x-i. sökkar að vera z...
Sökkar enn meira að vera þ, æ eða ö.
Orðabókarskilgreining á kynslóð er allir sem eru minna en 10 árum yngri en þú og minna en 10 árum eldri en þú. Þar með tilheyrir þú Magna kynslóð og minni kynslóð en Magni ekki minni.
Skrifa ummæli