6.9.06

Og fyrst við erum farin að jútúba...

...þá er þetta með því skemmtilegra sem ég hef séð. Þar sem ég er kona, þá kann ég samt ekki aðra leið en að setja svona linka til að setja svona á bloggið mitt. Og horfi menn á þessa litlu leiðbeiningamynd, þá skilja menn hvers vegna það er GOTT.

Höfundafundur var haldinn, í formi tesamsætis hjá sjálfri mér, í gærkvöldi. Lesið stöff í næstum þrjá tíma, og ekki sér enn í botn skúffa ýmissa. Ekki veit ég hvar þetta endar eiginlega. En gaman var. Jájá.

3 ummæli:

Ásta sagði...

Það er lítið mál ef maður er skráður inn á youtube. Annars eru linkarnir bara málið og ekki vitlausari lausn.

Gummi Erlings sagði...

Var einmitt að hugsa hvað bloggið þitt væri orðið eitthvað svo miklu meira aðlaðandi eftir að þú fórst að skrifa helst um börn og kisur ;)

Nafnlaus sagði...

Ég verð að viðurkenna að mér fannst þetta mjög fræðandi og gott kennslumyndband... Spurning hvort manni takist að sannfæra frúna um það... :)