8.9.06

Rigning

Það er bara eins og hellt sé úr ótal fötum. Úr öllum fötunum bara. Við Nanna fórum með stelpurnar okkar og horfðum á einn ungbarnasundtíma uppi í Mosó. Freigátan tók sig til og fékk sitt fyrsta hræðslukast við fólk á sundkennarann. Það var nú heldur ógáfulegt hjá henni.

Og upp er runnin rigningarhelgi sem er til dæmis ljómandi gott að brúka í að endurskrifa leikrit og hafa pabba sinn í heimsókn. Jeij!

7 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Já, vonandi hleypir hann Gyðu einhverntíma af biðlistanum, þó hún hafi verið svona fælin. :-/

Spunkhildur sagði...

Ég held að sund sé öllum hollt og gott, sérstaklega þegar það fer að draga úr áhuganum. Jo! við vorum nú einusinni fiskar.

Nafnlaus sagði...

ég er ennþá fiskur með blátt blóð í æðum og svo þekki ég Snorra, hann er nebbblilega froskabjálfi eins og ég(þýðing= þroskaþjálfi en þetta kemur frá dásamlegri kellu sem var á Kópavogshæli)knús knús og mörg til Gyðu

Gadfly sagði...

Það er stórmerkilegur áfangi þegar börn fara að sýna óttamerki gagnvart ókunnugum (eða lítt kunnugum). Það er sönnun þess að þau hafa myndað sérstök tengsl við sína nánustu og gera sér grein fyrir því. Ég held því að þetta kast hafi verið afar gáfulegt hjá telpunni.

Nafnlaus sagði...

Nú gleymdir þú alveg að fá sundráð. Ég nebblega mæli með sundskóla Sóleyjar en hún er með sund í innilauginni á Hrafnistu uppi á Austurbrún. Þar fannst stúlkunum svo frábært að vera að þær eru ennþá í sundskóla hjá henni, orðnar 3ja, 3ja og bráðum 6. Ungbarna og framhalds, það er málið.

Sigga Lára sagði...

Ég er líka á lista hjá henni. Sennilega komumst við að þar í byrjun nóvember. Og svo förum við bara þangað sem við komumst fyrst að.

En gott að hafa einmitt fengið meðmæli með henni. Mig langar nefnilega að vera í Hrafnistulauginni. Var þar í Grindkvalasundinu og ætla að panta þar strax aftur um leið og næsta ólétta hefst.

Nafnlaus sagði...

Næsta já!? Er ekki gleymskan dásamlegur hæfileiki?