er nú aldeilis fín gata. Þar hafa ýmis stórmenni búið. Hjónin Ringsted og Sigrún Valbergsdóttir, svo örfáir séu nefndir. Einhversstaðar við hana vestalega, huxanlega í húsinu sem rutt var burt til þess að húsið sem við vorum að kaupa kæmist fyrir, fæddist víst hann Sigurbjörn langafi minn. Þannig að ég er Reykvíkingur að einum áttunda, meiraðsegja Vestbæjingur.
Já, ég segi húsið sem við erum að kaupa. Lánir ku alveg vera komið alla leið í gegn, og sölufundur er á miðvikudaginn. Mér skilst að við fáum afhent um helgina. Og munum þá búa á tveimur stöðum í kannski svona eitthvað um mánuð. Þá er það bara að hringja í eigengur Imbu-Skjálfar og byrja að pakka.
Freigátan hafði nú greinilega eitthvað veður af því hvað var í aðsigi. Strax í morgun tæmdi hún fleiri hillur og reif svo Fasteignablaðið í tætlur.
Annars erum við öll þvílíkir horfossar í dag. Nema Smábátur, sem er batnaður. Enda eins gott, fyrir dyrum stendur haustfrí hjá honum sem hann mun eyða á norðurslóðum, þar sem honum verður skipt milli föðurfjölskyldu sinnar og Rannsóknarskips.
Þá er ekki eftir neinu að bíða. Bara reyna að ná sér upp úr horinu og byrja svo að flokka og henda. Alltaf hollt að minnka við sig um töttögogfemm fermetra.
30.10.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Til lukku með lánið og vonandi hafið þið það gott á Ránargötunni.
Til hamingju alla leið. Ef ukkur vantar hjálp þá er bara að bera sig eftir björginni.
til lukku!
Til hamingju;-) Aldeilis dásamlegt og bankinn fær plús í kladdann fyrir að vera memm... knús úr norðri
Til hamingju!
Og þetta er allt í lagi: Þið voruð hvort sem er ekkert að gera neitt af viti við þessa tuttuguogfimm, var það?
Tillykke.
Til hamingju. Það er einhvern veginn þannig að hlutir hafa tilhneigingu til að reddast.
Hey!! Ránargatan er æði!! Næstum eins mikið æði of Myvatnssveitin!
Númer hvað er slotið?
Skrifa ummæli