28.10.06

Og meira

Blogger ræður ekki við neitt sérstaklega margar myndir í einu. En við höldum áfram.


Um daginn kom síðan tækifæri til að montast í öðrum frænkukjól þegar öll fjölskyldan brá sér á bekkjarkvöld hjá Smábáti. (Ath. að hún situr á cajuni. Það er svona trommusett sem lítur út eins og kassi)

Þar var boðið upp á ýmislegt skemmtilegt, m.a. nokkur hroðalega fyndin leikrit um ábyrgð. Ég held minn bekkur hafi hreint ekki verið svona hugmyndaríkur og fyndinn þegar við vorum 10 ára. (Hér átti að koma líka mynd af Smábátnum að spila á trommu. En þá sagði nú blogger bara aldeilis hingað og ekki lengra þannig að hún verður að bíða aðeins betri tíma.

Annars er horið búið að ná mér. Enda var það nú bara tímaspursmál. Smábátur er batnaður, Freigátan er orðin hitalaus en er enn eins og lítill horköggull. Horið náði mér í gær, og ég er að huxa um að fara að kalla Rannsóknarskipið Herra Horfoss. (Alltaf jafnsætur og fallegur og sexí, samt.)

Ég var í náttbuxunum í allan dag.

Á morgun verður lánið okkar vonandi afgreitt formlega án frekara múðurs. Þá er nú líklega óhætt að fara að huxa til þess að pakka. (Tók reyndar pólitíska ákvörðun um að raða ekki aftur í bókahilluna sem Freigátan hreinsaði niður úr í gær...)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með 10 mánuðina og dugnaðarforkinn sem hreinsar úr hillum fyrir ykkur! Til hamingju líka með hugmyndaríka drenginn;-)Vona að næsta færsla fjalli um samþykkt lán og flutninga á Ránargötu,- fín gata Ránargata. Knús á línuna