14.11.06

Hausaveiðar

Komin með 50% leikara í þáttinn minn. Þeir eru nýir í Hugleik. Hin 50% eru í athugun og þar af eru 50% líka nýtt fólk, og ekki einu sinni úr leikfélögum mínu eða Rannsóknarskips! Færast nú kvíar út.

Ég er að fara í atferlismeðferð á eftir. Hlakka til. Text vonandi að losna eitthvað við þunglynduna.

Svo ætla ég að segja upp tryggingunni minni. Við Rannsóknarskip erum búin að láta samtryggja okkur í bak og fyrir. Á næsta ári samsköttum við svo og þá verður nú engin leið að segja til um hvar annað okkar endar og hitt byrjar. Það er nú fínt. Skuldbindingar rokka feitt og eru æði.

Er að skrifa handbók með öllu í sem leikfélög þurfa að vita. Hún verður nú þykk.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þannig að þú ert að verða komin með 150% af þeim leikurum sem þú þarft á að halda - það er vel af sér vikið!