Eftir alveg hreint örskamma ferð á Austurlandið. Gaman að sjá frumsýninguna hjá LF, enda eru þau nottla með svo ofboðslega gott leikrit. Nei, í alvöru, ég er svakalega ánægð með þau. Finnst bara verst að geta ekki fylgst meira með þeim.
Svo lagðist ég í símann áðan og ákvað að veiða mér snöggvast fjóra jólasveina. Náði að landa Hurðaskelli og kannski-Stúf áður en dóttir mín sagði stopp, ekki meira símakjaftæði á mínum tíma. En nú er eins og hún sé eitthvað aðeins að róast í bili svo það er vissara að reyna að halda aðeins áfram. Árangurinn mun sjást í jóladagskrá Hugleiks sem verður í Þjóðleikhúskjallaranum 5. og 7. desember, vonandi að viðstöddu þvílíku fjölmenni. (Aldrei of snemmt að plögga.)
Best að reyna við Giljagaur.
13.11.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
TIl hamingju með Héraðs-frumsýninguna!
Heyrðu mig, já! Var svo upptekinn af vefmálum í símanum í morgun að ég steingleymdi að óska þér til hamingju. Geri það hér með.
Giljagaur er nú frekar ísí.
Já, það var hann. :-) Stekkjastaur er hins vegar að verða mér óttalega tréfættur eitthvað.
Já, til hamingju með frumsýninguna skvís :o)
Skrifa ummæli