15.11.06

Öll veröldin er leiksvið!

Stekkjastaur fundinn. Og kemur úr áður óhugleixku leikfélagi, held ég. Jibbíkóla!

Nú er ég nú aldeilis roggin með mig. Þá er bara að reyna að leikstýra þessu öllusaman og vonandi án tilheyrandi kvíðaraskana. Það var ljómandi í atferlismeðferðinni í gær. Við sáli komumst að því að ég var heilmikið byrjuð að "vinna í mér" (sem er reyndar orðalag sem ég þoholi ekki.) Og hún er bjartsýn á að ég þurfi ekki lyf í bili, ef ég held áfram að vera svona dugleg. Og ég fékk heimavinnu, þarf að halda dagbók um geðsveiflur. Lítið mál, það. Og gaman. Er búin að skrifa líðanir tæps sólahrhings og held þegar að þetta geti orðið grunnur í einhvers konar einþáttung. Kannski meiraðsegja þennan sem ég var alltaf að huxa um að gera með "undirtexta" í power point?

Allavega, bara eitt í einu.
Eða... allavega ekkert mjög margt.

Og það er komin umfjöllun um sýninguna á leikritinu mínu fyrir eystan á leiklist.is.

Við erum farin að mjaka einu og einu bílhlassi á nýja heimilið okkar. Sennilega reynum við að hala rúmin okkar og tannburstana yfirum á seinniparti sunnudax. (Eru einhverjir lesendur sem bráðlangar að hjálpa til, halda á ísskáp o.þ.h., eina dagstund? Í staðinn get ég alveg lánað Rannsóknarskipið í sambærilega aðstoð í óskilgreindri framtíð...) En þetta verður nú aðalflutningurinn, og við ætlum að reyna að koma sem mestu af öðru lauslegu yfirum á undan.

Freigátan sló persónulegt met í morgun og svaf alveg til átta. Þar með sváfu allir hálfa leið yfir sig, en allt slapp þetta nú til. Það rignir svoleiðis þýðingaverkefnum yfir okkur Rannsóknarskip sem aldrei fyrr. Og heyrir til undantekninga ef allavega hann þarf ekki að vinna hálfa nóttina. Og við erum enn í sjokki yfir að vera búin að eyða töttögogtveimur milljónum, að við þorum ekki að hafna verkefnum. Þó greiðslumötin segi að þetta eigi nú allt að sleppa.

Lallallah.
Geðbil.

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Ef ég bið Sögu að tengja hárblásara og beina honum að mér, gæti svo farið að ég þiðnaði svo duglega að ég losnaði frá sófanum. Þar sit ég freðin... úr kulda. Brrrr...