3.11.06

Nýjahús

Skruppum aðeins í gær upp í nýjahús. Ætluðum nú aðallega bara að skoða og spekúlera. En maðurinn hafði skilið eftir ýmsar hreinlætisgræjur, og áður en við vissum af vorum við nú eiginlega bara búin að þrífa hana. Meiraðsegja skúra gólf og veggi. (Segir nú kannski sitt um stærð nýja heimilisins okkar...)

Freigátan var með og skemmti sér hið besta við að skríða um allt óhindrað og pota í allar innstungur sem hún fann.

Svo eldaði ég hval í kvöldmatinn. (Kval í hvöldmatinn?) Hann var fínn. Veiðum þá bara.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar fékkstu hvalinn? Mig langar í svoleiðis líka. Var það kannski hrefna?

Mmmmmm,
Berglind Steins

Sigga Lára sagði...

Það var hrefna, fékk hann hjá afa Smábátsins sem er hrefnuveiðimaður. Ég hef sosum ekki gáð, en þetta hlýtur nú að fara að fást í búðum. Mér skilst að þetta sé ekki einu sinni dýrt, og émdi byrja á að gá í Hagkaup.

Berglind Rós sagði...

Ég á hrefnubita í frystinum sem ég fékk í Bónus. Örugglega samt ekki íslensk, en satt að segja gáði ég ekki að því.

Nafnlaus sagði...

Nei sleppum því að veiða þá, það er frekar ógáfulegt finnst mér... en verði ykkur samt að góðu;-)Þið eruð örugglega að flytja núna, ef ég þekki ykkur rétt og vona ég að það gangi vel! Mundu eftir biblíu, smápeningakrús og rúgbrauði og kyssist í hverju herbergi,- þá verður þetta draumastaður! knús á línuna

Þórunn Gréta sagði...

Til hamingju með nýju íbúðina, ég þjáist með ykkur, af kvefi, flutningsveiki og fasteignasölufundafælni. En þetta er nú allt gert í þágu hamingjunnar, svo ekki er tilefni til annars en að fagna.