19.12.06

Heimtur

Trúi ég verði góðar þessi jólin. Meira að segja skatturinn ætlar að gefa mér feita jólagjöf. (Reyndar fjármunir sem hann er búinn að geyma fyrir mig vegna kæruleysis míns viðo skattframtalsgerð undanfarin ár, en það er nú sama.)

Ég er ferlega löt, þessa dagana. Enda er ekkert mikið af neinu að gera. Þetta er síðasti dagurinn sem Smábáturinn er "eðlilega" í skólanum, og svo er mest lítið eftir nema að jólast eitthvað. Við Freigátan ætlum í bæinn í dag og spóka okkur í rigningunni. Sækja myndir í framköllun og versla pínu og tjilla. Í hlýjunni.
Freigátan er alveg að fara að labba. Henni finnst það hins vegar svo fyndið að þegar maður setur hana á lappirnar þá hlær hún bara þangað til hún hlunkast á rassinn.

Og nýja vídjóupptökuvélin fær allt of mikið að vera í friði. Eiginlega bara alltaf. Rannsóknarskip fór með hana á "Jólasmiðju" hjá Smábátnum, en skemmti sér svo vel að hann steingleymdi að taka upp. Vonandi stöndum við okkur betur við alla merkisviðburði um jólinn. Kannski maður taki þetta bara fyrir svona eins og hverja aðra kvikmyndagerð og geri t.d. bara heimildarmynd um aðfangadag? Til að allar ömmur geti séð hvernig hann gengur fyrir sig? Og hafi það svo fyrir árlegt brauð?

Ég er öll í að stofna fjölskylduhefðir.

Engin ummæli: