Það fer að verða hefð fyrir því að síðasta helgi fyrir jól sé svona hreint arfaskemmtileg.
Föstudagskvöld byrjaði vel.
Fór á afmælissýningu hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Skemmst frá því að segja að ég hló allan tímann og alla leiðina heim. Þessi sýning, Ráðskona Bakkabræðra, er algjör gargandi snilld. Hún byggir á handriti sem var ógurlega vinsælt í kringum 1945. Er samt fyndin í dag. Sem er því meiri snilld.
Enn hálfflissandi mætti ég síðan á tónleika Ljótu hálfvitanna á Rósenberg. Það var líka hrrroðalega gaman. Ekki voru nú margir kunnugir á staðnum til að byrja með. (Það er asnalegt að fara úr á pöbba um helgar. Allir ókunnugir og fullir.) En úr því rættist nú þegar á leið. Ég flissaði að lögum sem mér eru búin að þykja fyndin í 12 ár. Fór að huxa um tímann með Hugleik og finn á mér að væminn pistill um þann félaxskap allansaman er alveg á leiðinni.
Á laugardag fórum við Júlía og röðuðum til á Eyjarslóðinni til þess að ofvirka leikfélagið okkar geti æft þar fram að áramótum. Já, menn eru klikk.
Seinnipartinn á laugardag vorum við Freigátan síðan bara heim að leika okkur á meðan Feðgar fóru í bíó. Þeir skemmtu sér konunglega á Eragon.
Á sunnudegi var síðan gluggatjaldasaumur næstum kláraður. Svo fórum við með fjölskylduna á Pítsu hött, í Nettó hvar verslaður var forláta hamborgarhryggur, og efni til piparkökugerðar sem framleiddar voru með miklum tilþrifum þegar heim kom.
Og í gærkvöldi gerðum við Rannsóknarskip lista yfir hvað væri eftir af jólaundirbúningi. Hann varð styttri en við var að búast.
18.12.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli