19.3.07

Nýtt mannkyn

Þegar kynslóðin liggur í barneignum, ploppidíplopp, hægri og vinstri, ákveður Þórunn Gréta að vera öðruvísi og eignast lítinn bróður. Eins og það sé ekki nógu fyndið, þá hefur það í för með sér að Davíð Þór var að eignast lítinn mág.

Spennandi verkefni fyrir ættfræðinga framtíðar að finna út úr þessu. Eins og reyndar mörgu í fjölskyldusamsetningum nútímans.

Ég óska þeim öllum saman til hamingju með hann litla stúfinn, sem heitir meira að segja Sigurjón!

Svo á Hugrún Ofurfrænka afmæli í dag. Hún er orðin svo gömul að ég er hætt að telja. Til hamingju!

Annars var ég rétt í þessu að missa lífsviljann. Það eru 4 dagar í frumsýningu og líklega fer þetta bara versnandi fram á föstudag.
Minnið mig á að hætta í leikfélaginu...

1 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Takk fyrir hamingjuóskirnar... við bóhemin, hipparnir og hreyfilistapakkið sækjumst jú eftir því að vera sem mest öðruvísi og afbrigðileg ;) Og ég hef reynt að hætta í leikfélögum frá 12 ára aldri en hefur aldrei tekist. Metið mitt er tveggja ára hlé sem Herði tókst að rjúfa með því að troða mér í Byko-galla til að leika trúð við opnun risastóru Byko í Kópavogi. Hann þekkti mig samt ekki neitt. Ferill minn sem uppgjafaráhugaleikari er því ekki sem glæstastur.