23.4.07

Úff

Að vera í bíl í tvo daga til að stoppa í einn dag borgar sig engan veginn. Fengum reyndar út úr því hreint frábæra fermingarveislu, en fjölskyldan er hálfmygluð í dag. Ekki síst Smábátur sem fékk í magann (fyrir fermingarveislu, ekki eftir) og fékk því að vera eftir fyrir norðan og kemur með flugi í kvöld.

Annars er Freigátan með útrásarleysi af hreyfiþörf en foreldrarnir með ökusyfju. Fer illa saman. Annars er umsjón Freigátunnar vandamál Rannsóknarskips, þennan morguninn eins og aðra. Ég er bara að tjilla í vinnunni. Spurning hvernig það verður þegar þetta snýst við, í haust. Þegar ég fer í skóla og hann að vinna. Þá þarf ég að fara að bera einhverja ábyrgð á heimilishaldinu.

Úffpúff, eins gott að Freigátan verði komin inn á leikskóla, þá. Sem minnir mig á það, ég þarf að fara í Vesturgarð og athuga hvað ég skrifaði á umsóknina hennar. Þarf kannski eitthvað að breyta því hvaða leikskóla við viljum hafa til vara (á eftir þessum sem er hinumegin við götuna) í ljósi breyttra aðstæðna. Ég held ég hafi miðað við leiðina heiman frá mér á Bandalagið, á sínum tíma. Datt auðvitað ekki í hug að ég væri eitthvað að fara að hætta hér... sem mér finnst reyndar ennþá mjög fjarlæg og ógnvekjandi tilhuxun.

Er maður kannski geðbilaður að fara aftur í nám og skipta (ja, að einhverju leyti) um starfsvettvang, á miðjum aldri?

Æi, pfff. Þetta verður örugglega bara fínt. Allavega meira spennandi en skerí, sko.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hef gríðarlegar áhyggjur af Ylfu. Hún hefur lent í tyrknesku hakki. Kíktu á ylfa.is.

Hvað ertu að fara að læra?

Sigga Lára sagði...

Já, ég sá það líka. Ég vona að það sé verið að bjarga henni... eða að hún sé að elda það.

Ég er að fara að taka master í hagnýtri ritstjórn og útgáfu í Hí.

Og hlakka geðveikt til.

Nafnlaus sagði...

Mmmmmmm hljómar vel.

Nafnlaus sagði...

Tyrkjarán hið síðara dundi yfir. Já. því er ekki að neita. En ég spyrni fast við fótum, jafnvel fastar en Gudda förðum og hef sett símann í málið. Það er verst að þeir gera voðalega lítið.....

Blogger segir icgamji... það er langt.

Nafnlaus sagði...

Ég vona að það fyrsta sem birt verður á endurheimtu bloggi verði uppskrift að kássu úr tyrknesku hakki.
Siggalára

Unknown sagði...

Miðjum aldri hvað? Ég neita alveg gjörsamlega að vera á miðjum aldri! Og er líka í námi í HÍ - meiraðsegja að skipta um námsleið. Og ekki einu sinni í master!

Hlakka til að prófa uppskriftina að tyrknesku kássunni ;o)