3.4.07

Vika Dimbils

Allt liggur í vellystingum fyrir norðan. Freigátan berst fyrir því af mikilli elju á hverjum degi að fá að borða lambakúk. Hingað til hafa aðrir haft betur.
Við komumst líka að því að fara með fjórtán mánaða brjálæðing í fermingarveislur er mikil vinna. Efast um að nokkur í fjölskyldunni hafi bætt á sig einu einasta grammi, þrátt fyrir einlægan brotavilja þegar menn fengu færi á hlaðborðinu.

Förum austur ekki á morgun heldur hinn, á degi skírs. Skiljum Smábát eftir við hægri hönd föður síns.

Og á morgun ætla ég að verða 33 ára og fá að sofa þvílíkt út.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert vonandi ennþá sofandi á þínu græna eyra, til hamingju með daginn!

Nafnlaus sagði...

Var að hringja í þig, lagði á eftir þrjár hringingar þegar ég mundi eftir þessu með útsofelsið. Reyni aftur seinna.

Til hamingju með daginn!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Sigga mín og hafðu það gott í fríinu. Kveðja til familíunnar, Vibba

Nafnlaus sagði...

Ham am Sigga Lára!

lkooouz segir Blogger - er það ekki svolítið svipað orð og leikhús? Svona í tilefni dagsins?

Kv.

Nína

Nafnlaus sagði...

Já við lágum víst saman á fæðingardeildinni í glerkössum! Til hamingju með daginn og vonandi vaknaðirðu ekki við símhringingar í morgunn.

Nafnlaus sagði...

Takktakk.
Svaf vel og lengi, en var nú samt farin eitthvert út í fjárhús þegar síminn fór að hringja, aleinn inni.

Nafnlaus sagði...

Get ekki forsómað þetta tækifæri til að kasta á þig afmæliskveðju. Er mjög huxi að reyna að rifja upp orðið sem þú skáldaðir skýringu við hjá Karli Th. Birgissyni um daginn (flagmeri?). Treysti á að þú gerir eitthvað með það á afmælispáskum.

Berglind Steins

Nafnlaus sagði...

hæhæ bara segja til hamingju með afmælið :D

Nafnlaus sagði...

Hefðum óskað þér til hamingju með afmælið í gær en vildum leyfa þér að sofa almennilega út svo við gerum það í hér með í dag...

Spunkhildur sagði...

Til hamingju með 23 ára afmælið.

Nafnlaus sagði...

yhswn, segir blogger. Tel að það þýði: Til hammó með ammó frá Ylfu. En ég er svo óskaplega forvitin að vita hvert ykkar hafði betur í labakúksátinu. Þú eða Maðurinn?
Gleðilega páshka.

Nafnlaus sagði...

Já, til hamingju með ammlið þarna um daginn.. ég vildi heldur ekki vekja þig svo ég sendi þér bara kveðjur nokkrum dögum seinna :s Kv., Siggadís

Ásta sagði...

Til hamingju með afmælið