Í dag hófst átakið "að hjóla í vinnuna." Það frétti ég í bílnum á leiðinni í vinnuna. Sem er ferðamátu sem ég nota miklu sjaldnar en ég hjóla. En hefði ég verið á hjóli, hefði ég líklega ekki haft hugmynd um að ég væri með í átaksviku. Það sem eftir er vikunnar verður hjólað... eða labbað....
Allavega...
Áðurnefndur akstur í vinnuna kom til af því sem nefnt er í fyrirsögn. Þeir sem þurfa reglulega að hafa samband við mig símleiðis, munu vafalaust gleðjast við að heyra að nú hefi ég fjárfest í splunkunýju GSM símtæki, með battríi sem nær hálfa leið til Hólmavíkur, svo nú hætti ég að verða battríslaus í miðjum símtölum. Eins og var farið að gerast oftar en ekki. Í græjuna eyddi ég óheyrilegum fjárhæðum. Það sem valinu réð var sérviska og hringitónar. Sem er eina vitið að nota, þegar valin eru símtæki.
Ég hef hins vegar ekki alveg náð tökum á því hvernig maður gargar í græjuna, þannig að símhríngendur mega alveg eins eiga von á því að á þá verði skellt áður en samtal hefst... Byrjunarörðugleikar sem vonandi verður leyst úr fyrr en Varði.
*Fram að kosningum verða allar fyrirsagnir í ætt við torræð og misheppnuð kosningaloforð.
2.5.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já, en mér finnst fyrirsögnin tóna við pistilinn - ertu þá ekki á einhverjum villigötum?
Berglind Steins
téhé
Hva.. fólk verður bara að vera tilbúið að hrinigja mörgum sinnum á meðan þú ert að læra á græjuna! Annað væri nú bara tillitsleysi sko! ;þ
Skrifa ummæli