5.5.07

Lúxusþing

Það er internetsamband á Bandalaxþingi. Það þýðir að meðfram því að skrifa fundargerð get ég hangið á netinu, bloggað og híað á alla sem ekki eru hér. Það er nefnilega alveg hrrrroðalega gaman hér. Ekki nenni ég að fara nánar út í það, en það er alveg búið að hlæja talsvert.

Eitthvað vorum við, svona fyrirfram, í fýlu yfir mætingarleysi, en hér er nú samt besta fólkið, sem endranær, og nú stendur yfir jaðrakanaleit í Hallormsstaðaskógi, sem rannsóknar- og undirbúningsvinna til að athuga hvort hér væri hægt að halda Leiklistarskóla Bandalaxins, en aðgengi fyrir jaðrakana ku vera mikið atriði.

Í morgun er búið að djöfla dagskrá fundarins áfram af áður óþekktum hamagangi, og nú á að fara að hleypa frambjóðendum að með ræður og kosningaloforð. Og það er nú betra að bóka vandlega, svo ég ætla að fara að gera eitthvað af viti.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef ekkert er að gera á Hallormsstað er gott að fara á netið

http://www.youtube.com/watch?v=GuMMfgWhm3g

Bombukveðjur- Scanlon og börn

Sigga Lára sagði...

Þetta er hrrroðalega fyndið. Gerði lukku í kaffitímanum.