verður gert um helgina. Bandalag íslenskra leikfélaga fámennir á aðalfund samtakanna á Hallormsstað. Oft hafa nú skráningar verið lélegar, en aldrei sem nú. Það ku vera vegna þess að allir þurfa svo mikið að vinna.
Af sömu ástæðum er ég ekki nærri búin að pakka niður. Hvorki fyrir mig né Freigátuna, sem er að fara í sitt fyrsta tveggja daga útlán. Um helgina ætlar hún nefnilega að skemmta Ömmu-Freigátu og Huggu móðu á Egilsstöðum. Það þykir ágætistilraun, Móðurskipið verður uppi á Hallormsstað og kemur þá bara æðandi, ef á þarf að halda.
Oft hef ég nú átt í vandræðum með að vita í hverju ég ætti að vera á þingi, en aldrei sem nú. Og þar að auki þarf að muna eftir bílstól, kerru, og öllu öðru sem barnhlunkurinn þarfnast. Já, ég held ég fari bara í ríkið á Egilsstöðum.
Og hver skyldi svo hneppa hrossið og verða valinn athygliverðasta áhugaleiksýning ársins?
Þá sem eru í pottinum má sjá hér.
4.5.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Almáttugur minn hvað mig langar að slá öllu upp í kæruleysi og slást í hópinn. Man nefnilega vel eftir bandalagsþingi á Hallormsstað, ætli ég hafi ekki verið sirka níu ára. Fæ bara fiðring í magann við tilhugsunina, jiminn eini hvað það væri gaman :-)
Skrifa ummæli