Fór í Hringluna í gær. Eyddi syndsamlegum fjárhæðum. Aðallega í barnafatadeildum. Freigátan á nú fleiri alklæðnaði til útlandafarar en hún kemur nokkurn tíma til með að brúka. Ég fann eina flík á sjálfa mig, sem er þeim eiginleikum gædd að hún er utanyfir og felur bæði ömmuhandleggi og feita rassa. Gerir sumsé "úreld" dræsuátfitt aftur nýtileg. Svo fór ég heim og mátaði, er enn feit í þeim öllum, svo ég er engu nær.
Er þar að auki á leið til tannlæknis. Þessi dagur sökkar.
6.6.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
en það er nú gott að þú ert samt glöð...
Skrifa ummæli