18.6.07

Vúhú!

Rannsóknarskip hefur verið endurheimt úr skólanum, sem fór algjörlega fram án minnar nærvistar í fyrsta sinn síðan ég sótti hann fyrst, utan ársins sem ég bjó utan. (Áttaði mig á þessu þegar einhver undarleg tilfinning um að ég væri að gleyma einhverju fór að gera vart við sig á Lokadegi.)

Og nú er það bara ferðin til Mont sem hefst á morgun. Í dag er rigning þar ytra, en það er nú gott að menn hreinsa hana úr veðurkortunum áður en við komum. Það sem eftir er vikunnar á að vera brjáluð sól og 27-28 stiga hiti. Sem er ljómandi passlegt. Við lendum í Montpellier á miðvikudagsmorgun, væntanlega syfjuð og mygluð eftir nótt á flugvöllum, en ég veit samt ekki hvort maður getur eitthvað farið bara að sofa. Það er svo margt sem mig langar STRAX og ég kem þangað, að borða.

Er annars orðin á áttunda tug kílóa og þarf virrrrkilega að fara að gera eitthvað í málunum. Keypti mér flík númer 18! á Egilsstöðum. Það var nú athygliverð tilfinning. Reynt verður að leysa málið með átminnkun og fara-í-ræktina og hjóla-í-vinnuna átaki þegar heim verður komið, en í Frakklandi lætur maður sig sennilega bara hafa að vella út úr bikíníinu, og fara svo og fá sér pizzu með eggi á Saint Anne pizzum og geðveikan brunch með á Pervertinum. (Sem heitir reyndar í alvöru Le Pré Vert.) Fínt bara. Reikna reyndar með því að ganga mikið og svitna meira, svo það vegur kannski eitthvað upp á móti þessu skipulagða ofáti sem ég hyggst stunda.

Núna er ég aðeins í vinnunni, svo ætla ég að fara að sækja sam-evrópska ökuskírteinið mitt, annars er listinn yfir það sem þarf að gerast í dag bara merkilega stuttur. Og aldrei slíku vant, svo stuttu fyrir ferðalög, þá hlakka ég bara alveg helling til og held að það verði bara þrælskemmtilegt alla leiðina og allan tímann. Sem minnir mig á, best að hringja og láta trekkja yfirdráttinn í botn...

Engin ummæli: