17.6.07

Dagur Blóms og svo flugu svín

Ætlaði að blogga í gær. En gleymdi því, því miður. Allavega, gleðilegan Blómsdag í gær, fyrir þá sem hafa lesið Ulysses. Eða frétt af henni.

Í dag var síðan Þjóðhátíð Íslendinga. Og best að ég ljóstri nú upp raunverulegri ástæðu ferðar minnar austur. Ég var að taka við árlegri viðurkenningu Rótarýklúbbs Héraðsbúa, sem veitt er árlega, fyrir: (Svo ég vitni í viðurkenningarskjalið) "Framúrskarandi störf að leiklistarmálum."

Þar með er ég komin í hóp með ýmsu merkilegu fólki sem hefur hlotið þessa viðurkenningu, svosem eins og Arndísi Þorvaldsdóttur og Kristrúnu Jónsdóttur (Dísu og Dúrru) og er það nú bara einn mesti heiður sem mér hefur hlotnast. Svo fékk ég sma péning, sem ég ætla að brúka til tölvukaupa.

Svo mundi ég að formaðurinn minn var á svæðinu. Átti að vita það, en ég ætlaði ekki að vera þar, svo ég var búin að gleyma því. Skrambans. Freigátan hefði nú haft gaman af að klappa henni Gróu Sigurlaugu aðeins.

Og nú er bara djöflast við að pakka niður í næstu ferð. Ekki nema einn og hálfur sólarhringur í útför. Sjitt hvað ég veit ekki hverju ég er að gleyma. En öll smáatriði í sambandi við ferðatilhögun eru frágengin niður í fínustu smáatriði. Sem er nú gott. Þá er bara að lifa tilhögunina af.

Engin ummæli: