Var að skoða myndir af Skólanum góða í dalnum Svarfaðar. Undarleg tilfinning að hafa hreint ekki baun komið nálægt honum í ár. Maður kannast ekki einu sinni við helminginn af fólkinu. Man varla hvað hinn helmingurinn heitir. (Nema nottla það sem maður er giftur.) Undarleg tilfinning. En samt, kannski bara pínu þægileg. Ég held ég sé að verða komin yfir það að mega aldrei missa af neinu. Núna er ég eiginlega að missa af öllu. Og gæti vel hugsað mér að missa af sem allra flestu í sumar. Sé til næsta vetur, en hlakka eiginlega aðallega til að verða bara að gera það sem ég verð að gera. Og huxa að ég missi af alveg fullt af öðru.
Og svo er ég að hætta að vinna á Bandalaginu, og missi þá sennilega af öllu hinu líka. Mikið held ég að maður verði nú þá orðinn heimasætur.
Kannski fer ég einhvern tíma á skólann aftur. Og mikið að djamma. Og oft í leikhús. Og verð svaka dugleg í félaxlífinu. Kannski þegar ég verð svona fimmtug.
Og það verður ábyggilega gaman. Þangað til ætla ég bara að njóta þess að missa af, á meðan ég krúttast með litlu fjölskyldunni minni heima og fer í mesta lagi með hana í eitt og eitt brúðkaup og ömmuheimsóknir, eins og í sumar. Það er ljómandi.
10.7.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það verður skrýtið að hafa ekki þína undurfögru rödd í BÍL!
Undurfögur raust Ármennisins kemur í staðinn. Ekki er það nú verra.
Ekki voga þér að stinga okkur alveg af, þú getur alveg droppað á svona annað hvert þing og þriðja hvern skóla eða svo... svo náttúrulega kíkt í heimsókn á skrifstofuna, kíkt með litlu fjölskylduna á Selfoss og ....knús ljúfan mín, það verður missir að þér, þó Ármann sé alltaf góður;-)
Skrifa ummæli