9.7.07

Brúðkaupsdagurinn ógurlegi

var um helgina. allir giftu sig á 070707. Við Freigáta fórum niður í bæ og sáum haug af blómskreyttum bílum, en næstum ekkert fólk nema útlendina og tvo róna sem ekki var boðið í brúðkaup. Rannsóknarskip var fyrir norðan, að syngja í brúðkaupi, nema hvað.

Svo var fólk sem ég þekki í Montpellier að gifta sig. Þau voru búin að búa saman einhvern slatta þegar ég bjó þar, en nú skyldi slegið til. Þegar þau voru að segja mér það, fór brúðguminn tilvonandi í ógurlegu fælniflaustri að tafsa eitthvað um að þetta væri nú bara formsatriði, eins og til að hugga sjálfan sig með því að þetta skipti nú engu máli. Í beinu framhaldi sagði brúðurinn mér frá erfingjanum sem þau ættu von á í janúar. Ég gratúleraði. Þessi einstaklega þroskaði maður sagði, með nokkrum þjósti: "Svo sem allt í lagi, svo framarlega sem það verður ekkert fyrir mér."
Tekið skal fram að maðurinn er um fertugt.
Úff.

Ég er hrædd um að ég hafi ekki náð að samgleðjast henni Nikki af algjörlega heilum hug á laugardaginn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er maðurinn franskur?

Nafnlaus sagði...

Nei, hann er nú bara enskur. Hefur enga afsökun fyrir þessu.