Þá koma loksins myndirnar sem Hugga móða pantaði:
Mér finnst Freigátan alltaf vera jafnnýfædd...
...þegar betur er að gáð þá hefur nú talsverð þróun orðið.
Svona er Smábáturinn nú orðinn sætur og fullorðinslegur. Enda segist hann vera búinn að ná öllum ömmum sínum... þegar hann stendur á tám.
Og hér er svo Smábáturinn með báðar systur sínar, þær Kamillu Hrund, hálfsystur sína á Akureyri, og Gyðu. Önnur hefur ljóslega talsvert meiri hæfileika til kyrrsetu en hin...
Hér er svo komið tilraunaalbúm. Ég er svolítið tortryggin, það var svo auðvelt að búa það til...
En svona eru makkarnir!
30.7.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Meira hvað hún er alltaf mikið krútt þetta stelpuskott, og mér finnst þessi lopapeysa æði. Og til lukku með bumbukrílið, nú verð ég að fara að hitta þig! Ég verð í fríi á suðvesturhorninu næstu tvær vikur, reyni að ná í þig næstu daga.
Við mæðgur skoðuðum saman myndaalbúmin og Rósa las undir myndirnar í síðasta albúminu. Hún lenti í smá vandræðum með "leixkólann" ;-)
Og eitt í viðbót, henni fannst mjög fyndið að mamman og pabbinn væru úldin.
Skrifa ummæli