6.8.07

Gamall prumpari

er maður nú orðinn þegar:

...manni finnst verslunarmannahelgin eiginlega vera orðin hálfgert húmbúkk og finnst hún aðallega notuð til að berja, naugða og drepa.
...manni þykja útihátíðir um verslunarmannahelgi orðnar óttaleg húmbúkk, helst notaðar til að berja, nauðga og drepa og verður bara fegin þegar þær eru litlar og fáar.
...það sem mann langar mest að taka þátt í um verslunarmannahelgi er sandkastalakeppnin í Önundarfirði, nema að maður myndi aldrei nenna að keyra þangað í verslunarmannahelgarumferðinni.
...maður flýr í sumarbústað um verslunarmannahelgina af því að maður hefur grun um að huxanlega komi til með að heyrast í nágrönnunum að nóttu til.
...maður fær fólk í kaffi um verslunarmannahelgina og gefur því bara bleksvart kaffi og meððí en ekkert útí.
...maður er því fegnastur þegar verslunarmannahelgin er búin og maður getur farið að huxa um jólin.

Eitt gerði ég samt alveg eins og á sokkabandsárum mínum. Rannsóknarskip og Freigáta fóru að leika við Völu vinkonu (og Magga vin) þegar við komum í bæinn, og dvaldist, svo ég svaf frídag verslunarmanna næstum alveg af mér, eins og venjan var forðum.
Næs!

1 ummæli:

Unknown sagði...

*sigh* Þá veit ég það. Ég hef víst bara fæðst gamall prumpari... Maður verður víst bara að læra að sætta sig við það...