20.12.07

Barbapapa fæddist úti í garði

Og hann var bleikur. Seinna fæddist líka Barbamamma í sama garði. En ekki fyrr en Barbapabbi var búinn að bjarga öllum nokkrum sinnum. Og hún var svört.
Svo eignuðust þau sjö börn. Strákarnir eru í hreinum litum, gulur, rauður og blár. Stelpurnar eru í blönduðum litum, græn, appelsínugul og fjólublá. Svo er einn strákurinn svartur og loðinn. Strákarnir hafa það sér til ágætis að vera snjall vísindamaður, vænn dýravinur, þór íþróttagarpur og kær sem er listmálari. Stelpurnar eru vís, sem er bókaormur, ljóð, sem er tónlistargúrú, og fín, sem er... fín.
Það er nú alveg hægt að missa stjórn á sér í femínískri greiningu á þessu.

Barbarnir eru að hinu leytinu langt á undan sinni framtíð. Skrifaðir 1974, hafa þeir miklar áhyggjur af menguninni, umhverfinu og vilja helst að menn hætti að drepa, ekki bara hvali, heldur dýr almennt. Þeir eru hálfgerðir alfriðungar. Og leysa vandamál dýra á milli til dæmis með því að setja bara úlfinn hinumegin við ána þegar hann ætlar að fara að éta lambið. Og hann þorir ekki tilbaka.

En eitt finnst mér ógeðslegt. Í einum þættinum eru Barbarnir, eins og Frakkaskammirnar sem þeir eru, að myndast við að búa til vín. Eitthvað finnst strákunum litla berjapressan (sem stelpurnar eru nottla með) vera lítilvirk, og eftir talsverða tilaunastarfsemi bregða þeir á það ráð að breyta sér í risastórar lappir og trampa á berjunum, eins og fólk. Skemmst frá því að segja að Barbakær breytist í svakalega stóra og loðna löpp.

Mér finnst vínið þeirra ekki sérlega lystaukandi.

1 ummæli:

Magnús sagði...

Já, ekki eru franskar lappir sem traðka á vínum í raunveruleikanum loðnar. Né ástralskar, suður-afrískar o.s.frv.