Freigátan er öll orðin þrælspræk og amma-Freigáta hefur verið svaka dugleg að hafa ofanaf fyrir henni, en Móðurskipið fékk líka einhvern skít í lungun en er að jafna sig. Smábátur reyndist því ótrúlega heppinn að vera fjarri fjölskyldunni þessi jólin, því ekki höfum við nú verið skemmtileg.
Einn er þó sjálfsagt feginn að norðurferð lét á sér standa, og það er hann litli kisi hjá ömmu í sveitinni sem Freigátan væri sjálfsagt langt komin með að sálga ef við værum á þriðja degi í heimsókn hjá honum nú þegar. Hann þarf sem sagt líklega bara að þola áganginn í um 2 daga í stað 5 og aukast þar með lífslíkur hans sem því nemur.
En öjmingja Rannsóknarskip er löngu kominn með heimþrá. Við vorum að vona að veðrið myndi þá teppa okkur fyrir norðan eitthvað lengur í staðinn, en, nei, spáð alveg hreint glimmrandi ferðaveðri á annan jan. Og bara þá. Hann verður bara að fá að fara í helgarferð einhverntíma í staðinn... samt ekki alveg víst að það verði hægt alveg á næstunni... mar er víst að verða kominn einhverjar 35 vikur á leið... ekki að ég búist við neinum atburðum fyrr en minnst 15 dögum eftir "ásettan" af biturri reynslu.
Ég held annars að Ofurlitla Duggan sé farin að síga aðeins. Það þýðir sennilega lítið annað en að drífa í undirbúningi þegar í bæinn verður komið, svona til frekasta öryggis. Svo ekki sé minnst á að sækja um fæðingarorlofið, sem gleymdist í jólaundirbúningnum og er "tæknilega" orðið of seint fyrir Rannsóknarskipið... Vonandi hafa jólin eitthvað smurt liðlegurnar í þeim á Hvammstanga.
Á morgun liggur fyrir að semja áramótapistilinn, ef internetið í Brekku vill eitthvað við mig tala. Og ekki er ég neitt farin að huxa fyrir honum. Sjitt hvað mar er ekki að standa sig.
1 ummæli:
Ja, drepsottin hefur nu nad til London lika. Eg hef legid i ruminu mest allan timann sidan vid komum.
Stefnir i heimsfaraldur. Haraldur.
Skrifa ummæli