19.2.08

Neibb

Þegar maður ákveður að ætla nú að fara að gera eitthvað, fer auðvitað ekki hjá því að skipulagið fari algjörlega í hundana. Hraðbáturinn vaknaði klukkan 4 í nótt, sjálfum sér og öðrum að óvörum. Í framhaldi af því öskraði hann svoleiðis á skiptiborðinu að hann vakti systur sína sem skreið uppí til Rannsóknarskips og hugðist halda þar uppi skemmtiatriðum fram undir morgun.

Þar sem við Hraðbátur vissum ekkert um það ákváðum við að vera aðeins áfram frammi, til að vekja ekki fólkið í herberginu. Frammi í stofu drakk hann óskaplega vel, en gubbaði síðan öllu saman samviskusamlega yfir Móðurskipið. Þá tóku við aðgerðir við að koma okkur báðum í þurrt og hreint og að því loknu fórum við inn í herbergið þar sem við Rannsóknarskip börðumst við endursvæfingar fram undir morgun.

Skemmst frá því að segja að í fyrsta sinn sváfum við Hraðbátur alfarið af okkur fótaferðir annarra og vöknuðum síðan bæði tvö um níuleytið. Hann þurfti alls konar athygli og það endaði með því að klukkan var um hálfellefu þegar hann sofnaði aftur og Móðurskipið gat lox farið að þrífa gubbið almennilega úr hárinu á sér.

En ég skal samt gera eitthvaðí dag! Hér með verður hafist handa við að útlista fyrir honum Trausta um hvað ég hyxt skrifa ritgerð í "Íslensk samtímaleiklist og leiklistarkenningum 20 aldar." Menn mega geta einu sinni...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sólarferð eftir Guðmund Steinsson og tíðindaleysisdramað???!

Hehe,
BerglindSteins

Sigga Lára sagði...

Örrrlítið nær heimavígstöðvunum...