19.3.08

Akureyrarpásk

Íbúðin sem við erum í er GEÐVEIK! Hún er algjörlega hjúds og þar geta um milljón manns gist. Sem er eins gott þar sem þannig verður staðan um helgina. (Þá verða mamma og pabbi og Hugga mó og Smábátur öll hjá okkur í einu.) Það er búið að spila einn póker í henni og rusla slatta til.

Við fórum líka í sveitina um leið og við mættum á svæðið í gær, og þar erum við líka núna, þar býr internetið. Rannsóknarskip, Freigáta og Smábátur eru að athuga kindurnar, en sú stutta hefur ekki hætt að tala um þær síðan um jólin. Hún er mikið bóndefni. Já, og í gær þegar við vorum hér mætti á svæðið Frænkan með Klippigræjurnar og hún gerði sér lítið fyrir og klippti Freigátuna svakalega fínt. Svo nú eru ekki lengur nein harmkvæli við að greiða hárið. Myndir við fyrsta tækifæri.

Skírnarterta og Liverpool-leikur hafa verið pöntuð og þróun annarra veitinga fyrir skírnarveislu er í gangi.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhhh...Spennò! Hlakka til ad heyra (lesa) nafnid à herramanninum ;) kv., Siggadìs

Varríus sagði...

Sjáumst kannski - hálfvitar verða á Akureyri á lau.

Spunkhildur sagði...

Ég verð á Hjeraði yfir páskahátíðina, kannski rekumst við á þegar ég bruna aftur í bæinn. Hlakka til að heyra hvort Herjólfur verði fyrir vali í nafngift. Gleðilega hátíð til allra þinna, frá mér og öllum mínum.

Blogger segir naybwgma, ég held að hann vilji að Hraðbátur verði nefndur Mangi-Bwa

Siggadis sagði...

Ohhh... vonandi farið þið sem fyrst aftur í sveitina til að opinbera nafnið á veraldarvefnum - er búin að koma við hér oft á dag alla páskana vegna ógurlegrar nafna forvitni :-)