Litli Hraðbátur er enn með talsvert hor, en er samt orðinn rólegri og duglegri að sofa, enda er hann búinn að vera miklu betri í maganum í gær og morgun en undanfarið. Það er mikill munur þegar litla skinnið getur bara legið rólegur hjá manni í staðinn fyrir að vera að kreppa sig allan saman, grátandi og gubbandi.
Rannsóknarskip fór á læknavaktina. Hann er með mikinn hita og hálsbólgu og hefur sjálfan sig grunaðan um streptókokka. Reynist það raunin veit ég ekki hvað ég geri við hann. Ég bilast ef krakkarnir fá svoleiðis ofan á allt sem fyrir er.
Móðurskipið er sem betur fer nokkurn vegin með heilsu
Og eftir rúma viku þykjumst við vera að fara norðurum... ætli sé ekki bara best að reyna bara að koma öllu liðinu á pensillín, strax.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli