7.3.08

Vont sem versnar

Freigátan er í leikskólanum. Smábátur er með hálsbólgu, en þrjóskaðist samt í skólann til að komast í ferð með kirkjustarfinu sínu á eftir. Rannsóknarskip kom veikur heim á miðjum morgni og við Hraðbátur erum bæði með heilmikið hor.

Og ég sem hélt í síðustu viku að heilsufarið á fjölskyldunni gæti ekki versnað.

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Settu familíuna á soðin ýsa með hamsatólg, kjötsúpa, hafragrautur, lýsi og slátur og grænmeti og ávexti í hálfa gjöf. Það er eina ráðið sem ég kann að gefa þér. Ég vona að ykkur fari að líða betur. Kossar og knús úr Vesturbænum.