Hann Míka litlimakki er að sjálfsögðu í meira en fullkomnu lagi og hefur alltaf verið. Það sama er hins vegar ekki að frétta af PC hluta tölvubúnaðar heimilisins.
Í vor fór PC lappurinn minn að haga sér undarlega á margan hátt. Ég hafði samband við söluaðila (gripurinn var reyndar nýdottinn úr ábyrgð, að sjálfsögðu) og söluaðili kenndi mér að strauja hann sjálf. Ég bakkaði upp allt draslið sem var í honum, skellti því í nokkra zippaða pakka og skellti þeim inn á Safnið hjá Símanum, tímabundið. Og straujaði svo. Það hafði ekki tilætluð áhrif. Ég hef vélbúnaðinn grunaðan um einhverjar belanir, sem ég kann ekki nánari skil á. Svo græjan þyrfti að fara í viðgerð. Vandamálið er að á verkstæði söluaðila er ætlast til þess að maður taki sjálfur afrit af draslinu sínu. Ég þurfti að nota þessa tölvu í allt sumar, á meðan litli-makki var í fangelsi, og hreinlega hef ekki nennu í að setja allt eitthvert annað, aftur.
Og tölva Rannsóknarskips er orðin forngripur hinn mesti. Hún virkar hægt og sígandi, en er farin að haga sér að næstum öllu leyti undarlega, enda orðin alveg pakkfull af drasli.
Og nú spyr ég, af því að ég nenni ekki að kanna það, eru einhver fyrirtæki sem geta tekið svona vandræðagripi, séð um að taka afrit af öllu sem í þeim er og gera þau fúnkerandi á ný? (Hef reyndar grun um að tölva Rannsóknarskips sé á leiðinni á haugana, en gott væri að geta sett það sem nýtilegt og merkilegt er úr henni, yfir í hina.)
Og best að ég svari strax spurningunni, hvers vegna við makkavæðum ekki heimilið algjörlega, þýðingaforritin sem ég vinn í virkar aðeins og eingöngu í windowsi, og ég er með kenjar og vil ekki setja svoleiðis í makkann minn, þó það eigi víst að vera hægt. Og veit ekki heldur hvort þetta dót myndi virka í svoleiðis umhverfi. Og ég nenni ekki að gá að því.
Planið er sem sagt að gera PC-lappann minn nothæfan, taka öll gögn úr gömlu Rannsóknarskipstölvu (sem er btw sennilega eina tölvan á Íslandi sem enn er með klumpuskjá!) og setja í lappann, sem myndi þá fúnkera sem Rannsóknarskipstölva á heimilinu (og á leikritunarnámskeiðinu í sumar) og hin færi í gúanóið.
Hvert snýr maður sér, nenni maður engan veginn að gera neitt af þessu verkefni sjálfur?
4 ummæli:
Það eru nú oft tölvugúrúar að auglýsa þessa þjónustu, jafnvel koma, laga og skila...allt eftir óskum :) Það er amk svoleiðis hér á Akureyri ;) Annars er gamla heimilistölvan mín líka með risastórum klumpuskjá! en hún er einnig full af drasli og hætt að funkera eins og hún á að gera...og ég skelfilega löt að gera eitthvað í því!!!Svo ég skil vandamálið mjög vel ;) knús til ykkar frá okkur...sjáumst um páskana :)
veistu, ég held það séu miklu fleiri klumpuskjáir til en fólk lætur uppi, a.m.k. fyllir einn solleis út skrifborðið mitt heima ;-)
kv Eygló D
Já, kannski. Sennilega af því að það er svo erfitt að lofta þeim til að henda þeim. ;-) Það er allavega eitt af því sem þvælist einna helst fyrir mér.
Hæbbs.
Þú getur skoðað þetta: http://www.vmware.com/products/fusion/
Við erum að nota það með fínum árangri.
Svo er ekkert vitlaust að eiga bara einn stóran utanáliggjandi harðan disk fyrir öll gögnin. :)
Kveðja
Þórdís
Skrifa ummæli