Í morgun ákvað ég að fara með Freigátuna á barnalæknavaktina þar sem hor og slappleiki var búið að vera viðloðandi allt of lengi. Læknirinn sagði að króníska horið og hroturnar væru sennilega vegna nefkirtla og sagði okkur að fara með hana til háls nef og eyrnalæknis. En svo skoðaði hann eyrun og þá kom í ljós bullandi eyrnabólga og nýsprungin hljóðmimna í öðru! Ég er alveg eyðilögð, hélt að hún væri bara búin að vera óþæg og afbrýðisöm undanfarið, en þá er hún bara búin að vera að drepast í eyranu sínu. Hún fékk pensillín og sefur núna gífurlega vel á sitt... veika eyra. Rannsóknarskip er líka eitthvað aðeins að skána, hann er ekki lengur ljósgrænn í framan, með miklu minni hita og það er meira að segja farið að heyrast pínulítið þegar hann talar. Og Hraðbátur virðist vera betri í mallanum og horinu, en sefur samt best þegar einhver heldur á honum. En Rannsóknarskip er þó allavega farinn að geta leyst mig af annað slagið.
Einhvern tíma ætla ég að geta borðað sofið og þrifið mig eins og ég vil.
En, ég er þó allavega að verða fáránlega mjó!
1 ummæli:
Æ hvað ég kannast allt of vel við þetta, margoft hef ég haldið að Rósa væri bara orðin óþekk og illa upp alin og svo hefur komið í ljós bullandi eyrnabólga. Svo um leið og hún fær pensillínið sitt verður hún aftur engillinn sem hún er. Að vísu kröftugur og skapmikill engill, en samt... :-)
Vonandi verðið þið öll orðin hraust og hress fyrir páska.
Skrifa ummæli