4.5.08

Í fyrsta skipti á öldinni

var ég á landinu þegar Bandalagsþing var haldið, en mætti samt ekki þangað. Mundi varla einu sinni að það væri í gangi. Og þá var ég í fyrsta sinn kosin í eitthvað.
Tilviljun?

Í kosningabaráttu fer mér greinilega best að vera fjarverandi.

Er komin með góða afsökun fyrir að skrópa ekki á þing eða fundi Bandalaxins næstu 2 árin. Þar sem ég er orðin varamaður í stjórn. Dem, hvað maður er nú alltaf góður í að koma sér "í" eitthvað. 

Áttaði mig reyndar ekki á því fyrr en eftir á að þar með er ég búin að láta láta kjósa sjálfa mig í gengið sem þarf að undirbúa alþjóðlega leiklistarhátíð NEATA (North European Amateur Theatre Alliance) á Akureyri 2010. 

Eins gott að mar er að fara á svoleiðis hátíð í Lettlandi til að æfa sig...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð og sæl
Rakst á bloggið þitt og ákvað auðvitað að kvitta...
Allt of langt síðan ég hef séð þig og heyrt.. sé að þú átt slatta af krakkakúlum og eitt stykki mann...
kær kveðja í kotið
Hildur Vala - Nesk.

Nafnlaus sagði...

hahahahahahhaaaa - gott á þig. (altso að vera kosin) og gaman fyrir þig (aðfaratil lettlands) og gott hjá þér (að vera búin að leikrýta)

oddurbé

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með kosninguna,- tók þátt í að kjósa þig og hafði gaman af! Knús til ykkar allra, hlakka til að spássera með þér í Riga mín kæra