En við Rannsóknarskip vorum einstaklega júróleg í pestinni og skrifuðum niður komment við öll lögin. Bæði frá mér, honum, og stundum Friðriki. Við vorum ferlega oft jákvæð bara. Og í því ljósi er sérlega fyndið að sjá hvað við skrifuðum við efstu þrjú lögin.
Grikkland (3. sæti)
Á: Sennilega leiðinlegasta lagið.
S: Guð hvað mér leiðist.
F: Það hefur ekkert lag vakið mig síðan ég sofnaði yfir Íslandi
Úkraína (2. sæti)
Á: Eru allir í Tinu Turner-kjólum? Samt ágætlega vel unnið atriði. Nánast eins og MTV-myndband. Vona að það vinni ekki.
S: Of lítlill kjóll og of stórt hár og mér er alveg sama þótt hún sé mjó. Samt leiðinlegt lag.
Rússland (1. sæti)
Á: Nei annars, þetta er leiðinlegasta lagið.
F: Dómadagshávaði er þetta. Fær maður ekki að sofa í friði! (Hrökk semsagt upp með andfælum)
S: Leiðinlegt lag.
Svo við höfum hreint ekki sama smekk og Evrópa þetta árið. Annars var ég nú ekki almennilega ákveðin hvað mér þætti flottasta lagið. En það komu alveg 10 til 15 til greina. Og flest lentu þau fyrir neðan Ísland. Sem gat ekki einu sinni öjlast til að lenda í 16. sæti, sem mér finnst við ættum alltaf að stefna á, ef við vinnum ekki. Allt þar á milli er miðjumall. Ef við lendum neðar en sextánda sæti þá má alltaf stinga nefinu upp í loft og segja sem svo að pllllebbbbarnir í Evrópu skilji ekki allllvöru Tón List.
Rannsóknarskip er annars búinn að fá pensíllín, Freigátan virðist ætla að sleppa fyrir horn, er ekki einu sinni með hor, þannig að kirtlaleysið virðist gera gagn. Hraðbáturinn er allur að skríða saman, held ég, en ég hósta dáldið svo ég er að hugsa um að skreppa á heilsugæsluna með okkur tvö á morgun. En mér hættir auðvitað til að fá bronkítis uppúr svona, eins og sönnum fyrrverandi reykingamanni sæmir. Svo ég get ekki alveg andað í dag og er næstum að huxa um að stelast í asmapústið sem Freigátan fékk í vetur.
3 ummæli:
Þetta voru náttúrulega bara brandara úrslit, Rússar og Grikkir með hörmungarlög sem ekki nokkur maður man í 5 min. Úkranía var skömminni skást...
eða Úkraína ;)
Þetta var einmitt æsispennandi undir lokin að sjá hvort við næðum 16. sætinu, Danirnir klúðruðu því fyrir okkur með því að vera aðeins of frændræknir :-P Nú eða Íslendingarnir í Danmörku... Alla vega, aðalmálið var auðvitað að vera fyrir ofan þá sænsku sem stal af okkur sigrinum um árið.
Skrifa ummæli