Þetta var svar spurningu síra Odds úr kommenti í þarsíðustu færslu.
Best að ég spurji til baka, verða Hálfvitarnir hinir Ljótu einhversstaðar í næsta nágrenni Egilsstaða eða Akureyrar einhverntíma í sumar? Og þá meina ég aðallega í júlí? Og líka meina ég þá, í svo nánu nágrenni að mæður með brjóstmylkinga geti afgreitt eins og eina tónleika án þess að bregða sér lengur af bæ heldur en á milli mjalta?
Fékk annars að bregða mér í kjallarann til að vinna að ritstjórn áðurnefnds Glettings á meðan ungarnir mínir sváfu hádegislúrinn. Skemmst frá að segja að ég datt inn í fundargerð aðalfundar Bandalaxins og er ekki einu sinni búin að opna Glettinxmöppuna. Og fundur á morgun. Skammbara. Best að hengslast til að gera eitthvað pínu, en halda svo áfram í sólbaðinu.
(Btw, norðaustan skíturinn sem veðurfræðingarnir þykjast vera að sjá hér um slóðir er hreinn uppspuni og heldur sig alfarið fyrir norðan hús.)
3 ummæli:
Hálfvitar munu hafa sig fremur hæga í sumar, og reyndar er ekki fast í hendi nema fjögurra daga hálfvitatúr um miðjan júlí. Hann verður svona:
Mið. 16. - Iðnó í Reykjavík
Fim. 17. - Frumleikhúsið í Keflavík
Fös. 18. - Hrísey
Lau. 19. - Skúlagarður í Kelduhverfi
... og nýtt lag á Mæspeisinu!
það væri nú gaman að rekast á þig í barnafatadeildinni í Kjaupfjélaginu :-)
Skrifa ummæli