25.6.08

Glettingur er tímarit

um austfirsk málefni. Eina ritstjórnarstefna þess er að fjalla um austfirsk málefni. Flest sem í það er skrifað er alveg kolfræðilegt, gjarnan um gömludagana, lífríkið, mannríkið eða annað minna spennandi fyrir þá sem vilja fá sér afþreyingu. En hentar vel þeim sem hafa virkilega mikinn áhuga á einhverju furðulegu eða vilja bara láta sér leiðast ótrúlega mikið. Og allar nánari upplýsingar má finna á glettingur.is. 

Þetta var svar spurningu síra Odds úr kommenti í þarsíðustu færslu. 

Best að ég spurji til baka, verða Hálfvitarnir hinir Ljótu einhversstaðar í næsta nágrenni Egilsstaða eða Akureyrar einhverntíma í sumar? Og þá meina ég aðallega í júlí? Og líka meina ég þá, í svo nánu nágrenni að mæður með brjóstmylkinga geti afgreitt eins og eina tónleika án þess að bregða sér lengur af bæ heldur en á milli mjalta?

Fékk annars að bregða mér í kjallarann til að vinna að ritstjórn áðurnefnds Glettings á meðan ungarnir mínir sváfu hádegislúrinn. Skemmst frá að segja að ég datt inn í fundargerð aðalfundar Bandalaxins og er ekki einu sinni búin að opna Glettinxmöppuna. Og fundur á morgun. Skammbara. Best að hengslast til að gera eitthvað pínu, en halda svo áfram í sólbaðinu.

(Btw, norðaustan skíturinn sem veðurfræðingarnir þykjast vera að sjá hér um slóðir er hreinn uppspuni og heldur sig alfarið fyrir norðan hús.)

3 ummæli:

Varríus sagði...

Hálfvitar munu hafa sig fremur hæga í sumar, og reyndar er ekki fast í hendi nema fjögurra daga hálfvitatúr um miðjan júlí. Hann verður svona:

Mið. 16. - Iðnó í Reykjavík
Fim. 17. - Frumleikhúsið í Keflavík
Fös. 18. - Hrísey
Lau. 19. - Skúlagarður í Kelduhverfi

Varríus sagði...

... og nýtt lag á Mæspeisinu!

Siggadis sagði...

það væri nú gaman að rekast á þig í barnafatadeildinni í Kjaupfjélaginu :-)