Sem er eins gott. Ekki verður mikið unnið um helgina. Von er á ríjúljongenginu að norðan svo helgin verður líklegast lögð undir menningarlíf, gönguferðir og póker, ef að líkum lætur. Og með í för er nýjasta svilkona mín sem aldrei hefur komið á Austurland, er þar að auki útlendingur og atvinnuferðalangur, svo eitthvað verður að sýna henni af merkilegum stöðum náttúruperlum.
Svo þá er bara að vona að veðrið hagi sér. Annars er það búið að vera hið undarlegasta í sumar. Rjómablíða í norðlægum áttum og rigningar í suðvestan. Allt öðru vísi en við eigum að venjast hér fyrir austan. Kannski eru pólskipti.
En. Ætla að reyna að vinna fram að hádegi áður en ég fer að undirbúa gestakomurnar ógurlegu.
Spýt í lófana.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli