Ritstjórnarstöffið er algjörlega að taka á rás og ég er að fá fyrirferðarmeiri hugmyndir í samvinnu við ýmsa greinahöfunda (þarámeðal sjálfa mig) um sífellt metnaðarmeiri vinnu, aðallega myndatökur, í hann Gletting. Í kvöld er ég til dæmis búin að skipuleggja þvílíkt fótósessjón niðri í Sláturhúsi til að mynda manninn sem ég ætla að viðtala og verk hans. Hef náð í alla og fengið leyfi og látið vita... nema fórnarlambið. Mar ætti kannski að gera fleiri tilraunir til að ná í kallinn?
Í þetta verkefni stekk ég væntanlega nokkuð beint úr götugrilli sem fyrirhugað er að halda á Laufásnum síðdegis. Við fáum að vera með þó við búum ekki á Laufásnum, þar sem inngangurinn að íbúðinni okkar snýr samt þangað. En við nennum ekki að mæta með skemmtiatriði. Verðum bara með sæt börn til sýnis.
Um helgina ætla ég svo að vera svakalega dugleg að vinna.
Í næstu viku gerist síðan sá fáheyrði atburður að við systkinin verðum öll stödd hérna í nágrenni við föðurhúsin, samtímis. Um næstu helgi er síðan viðbúið að eitthvað að systkinum Rannsóknarskips bætist í hópinn. Þetta verður sumsé líklega stærsta ríjúljonið til þess og eins gott að veðrið hagi sér. Svo þarf nú að fatta uppá einhverju til að skemmta liðinu með. Eitthvað fara á rúntinn niður á firði og kannske langar einhverja á tónleika með Bjartmari Guðlaux og fleiri gömlum rokkjöxlum í trjásafni Hallormsstaðaskógar á sunnudeginum.
(Hann segir dojojojojong)
Af börnum og buru er það að frétta að Smábátur lýkur væntanlega reiðnámskeiðinu sínu í Eyjafirðinum í dag og við þurfum nú endilega að heyra í honum hvernig það hefur verið. Svo er spurning hvort við sjáum eitthvað framan í hann áður en hann fer í viku úti í sveit með afa sínum og ömmu, en það ku hefjast um næstu helgi. Og eftir hana fer að styttast í að hann fari með föðurfjölskyldunni sinni til Danmerkur hvar hann verður næstum fram að skóla. Ævintýralegt sumar hjá Smábát.
Þau litlu eru að verða mikil Egilsstaðabörn. Sú regla hefur komist á að fara í sund ca. annan hvern dag og þeim finnst það báðum algjört æði. Enda eru þau orðin kaffibrún. Hraðbáturinn hefur reyndar verið að taka sín fyrstu öskurköst. Í gærkvöldi gekk meira að segja svo langt að Rannsóknarskip hringdi Móðurskipið út úr vinnunni. Og er þá langt gengið þar sem sá kallar nú ekki allt ömmu sína. Hraðbáturinn er pirraður yfir tönn 2 sem er rétt að skríða upp á yfirborðið. Og það þarf alvarlega að fara að kenna honum á pela svo hann verði ekki með stanslausum hljóðum í viku í ágúst meðan Móðurskipið verður fjarverandi. Freigátan er hætt að sofa á daginn nema stundum og er orðin fjarskalega dugleg að brúka salernisaðstöðuna, þegar þannig stendur á.
Svo eru tvö hús á sölu við Selásinn. Eitt við Hörgsás.
Bara svona... bæðevei.
1 ummæli:
Bara svona rétt að láta vita af mér... spunkhildur.blogspot.com
Skrifa ummæli