29.7.08

Það verður örugglega gaman í útlöndum...

en ég var að panta mér farið í bæinn og var næstum búin að gubba. Það verður ekkert smá erfitt að slíta sig frá þeim litlu. Klukkan fimmleytið á mánudaginn. Það eru allir búnir að segja mér að þetta verði örugglega erfiðara fyrir mig en þau. Og það er líka ábyggilega alveg rétt.

Vill til að ég verð í gífurlega marggóðum félaxskap á þessu ferðalagi og þekki maður sitt "heimafólk" verður ekki mikill tími til að velta fyrir sér hvað ormarnir manns verða að brasa uppi á Íslandi. Ekki man ég hvers vegna, en ég man að maður hlær alltaf ógurlega mikið á svona leikflakki. Og á milli samverustunda með öllu þessu bráðskemmtilega fólk þarf svo að finna tíma til að versla sér og öðrum minjagripi og dót og fá sér bjór og þarlenda sérrétti. Svo þarf maður að rifja upp hvort maður man hvað einhverjir Lettar, sem huxanlega verða þarna, heita. Var ekki Dizis Lettneskur Bandlaxstarfsmaður?

Og þessa vikuna þarf maður aldeilis að grípa réttri hendi í rassinn á sér. Halda þarf fund með Glettingsmönnum. Helst vinna slatta í því sem ég er að skrifa fyrir blaðið. Og svo þarf ég, sáluhjálpar minnar vegna, að vera dugleg að hanskast með krakkana. Svo ég fari nú ekki alveg úr gengjunum í næstu viku.

Bezt að reyna að gera eitthvað, fyrst maður er hangandi inni í góða veðrinu.

2 ummæli:

Ásta sagði...

Þú er komin hálfa leiðina í huganum. Ég er ekki enn búin að fatta að ég sé að fara. Var að átta mig á að ég þarf að komast að því hvaða gjaldmiðill er notaður í Lettlandi. Og hvort ég eigi einhverja peninga...

Siggadis sagði...

Skil vel ólgu þína - er Hraðbátur enn á brjósti? Annars vona ég (og veit) að þú átt eftir að skemmta þér konunglega og fíla þig vel sem stelpuskott aftur, eftir margra mánaða stórmóðurhlutverk :-)