17.8.08

Afköst og ný fíkn

Rannsóknarskip hefir lengi fullyrt að það myndi taka um mánuð að taka til í geymslunni. Móðurskip gekk í málið í dag og tóxt að gera hana sæmilega á um klukkutíma. Er því nokkuð góð með mig og þykist hafa meiri röðunarhæfileika en eiginmaðurinn sem því nemur. Byrjaði líka að reyna að ná af mér offitunni með því að girða framan á mig 8 kílóa barnklumpinn og fara í lanngan göngutúr. Á meðan á öllu þessu stóð gerði Rannsóknarskip eldhúsið alveg dúndurfínt og var í morgun búinn að fara með Freigátunni að hitta Völu vinkonu (og pabbennar.)

Annars er enski boltinn bara byrjaður, Rannsóknarskip bara að byrja í vinnunni á morgun, Smábáturinn líka að koma heim þá og að byrja í sínum skóla í vikunni. Allt að komast í vetrargírinn. Og Móðurskip fær að æfa sig að vera einstæð tveggja barna á daginn þangað til Freigátan fær að byrja í nýja leikskólanum (sem við vitum ekki enn hvenær gerist) og er því með lítið samviskubit yfir 

að hafa hangið á feisbúkk við hvert tækifæri í dag. Er búin að hafa uppá nokkrum týndum útlendingum og á í þessum orðum töluðum 45 vini! Fésbókin er nú meiri tímaþjófurinn. Af því að mann vantaði einmitt meira svoleiðis...

En planið er að vera mikið úti með litlu ormana á morgun og reyna að vera ekki neitt (mikið) á feisbúkk.

Engin ummæli: